Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

#verumhraust og hreyfum okkur

23.10.2020

ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana. Ótal aðferðir eru fyrir hendi, hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum.

Hvatningarátakið #verumhraust er vissulega sett í gang vegna heimsfaraldurs, en átakið hefur ekki síður það langtímamarkmið að markviss hreyfing verði hluti af daglegu lífi sem allra, allra flestra.

Það má bæta heilsuna með því að þora, nenna og vilja. Athugaðu möguleikana í kringum þig, taktu tillit til eigin þarfa og getu og njóttu þess að beita kröftum, fimi og seiglu. Vellíðanin sem fylgir er óviðjafnanleg og betri heilsa eykur lífsgæði.

Verum hraust – og deilum myndrænni hvatningu undir #verumhraust á samfélagsmiðlum, svo allir hinir taki líka við sér.