Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24.02.2024 - 24.02.2024

Ársþing SÍL 2024

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
21

Minnt á reglur sem í gildi eru um takmarkanir

02.07.2020

Á blaðamannafundi almannavarna í gær var minnt á reglur sem í gildi eru um takmarkanir í samkomubanni. 

Minnisblað sóttvarnalæknis og yfirlögregluþjóns má sjá hér. Í minnisblaðinu er verið að árétta þær reglur sem eru í gildi um fjöldatakmarkanir og hólfaskiptingu, hvort heldur er innandyra eða utanhúss.

Meðal þess sem fram kemur í minnisblaðinu er:

1. Fjöldatakmörkun er 500 manns á hverju svæði/sóttvarnarhólfi
2. Tryggja með sýnilegum hætti tveggja metra svæði á milli svæða/sóttvarnarhólfa
3. Tryggja þarf að ekki sé blöndun á milli svæða
4. Hafa þarf salerni, veitingasölu og aðra þá þjónustu sem boðið er uppá aðskilið fyrir hvert svæði fyrir sig
5. Aðgengi að handþvotti og handspritti
6. Sótthreinsun áhalda, tækja og fleti sem fleiri en einn snertir
7. Viðhafa tveggja metra fjarlægðarregluna eftir því sem unnt er

Allir Íslendingar sem koma til landsins munu þurfa að fara í seinni skimun 4-5 dögum frá komu til landsins. Hvetja þarf alla til að sýna ábyrgð og virða þær reglur sem í gildi eru.

Leiðbeiningar fyrir íþróttamannvirki og sundlaugar voru uppfærðar 30. júní sl. og er nýjustu útgáfuna að finna hér.

Einnig viljum við minna á rakningarsmáforritið sem er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi vegna Covid-19. Því fleiri sem nota forritið, því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr því. Gott er að minna á forritið við skráningu í mót og viðburði á vegum íþróttahreyfingarinnar.

Hér má sjá veggspjöld sem hægt er að prenta út og hengja upp sem víðast til að minna okkur á sóttvarnir.
Einnig er hægt að nálgast fræðsluefni og veggspjöld inn á www.covid.is.