Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Kynning á Ánægjuvoginni 2020

25.06.2020

Ánægjuvogin 2020 er unnin af Rannsóknum og greiningu (R&g) fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Rannsóknir og greining hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk frá árinu 1992 í rannsókninni Ungt fólk. Í Ánægjuvoginni felst að spurningar tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalistana. Listarnir voru lagðir fyrir nemendur bekkjanna í febrúar á þessu ári og var svarhlutfallið 85%.

Niðurstöður Ánægjuvogarinnar eru mjög jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi og taka ÍSÍ og UMFÍ því fagnandi. Í tengslum við kynningu á Ánægjuvoginni tóku ÍSÍ og UMFÍ höndum saman með auglýsingastofunni  Kontor Reykjavík og ráðist var í gerð fimm myndbanda sem ÍSÍ og UMFÍ ásamt sambandsaðilum munu deila reglulega á sínum miðlum. Myndböndin má sjá hér neðst í fréttinni.

Aðrir tenglar sem tengjast Ánægjuvoginni 2020 eru hér fyrir neðan: