Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Ársþing UÍF

15.06.2020

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) var haldið þann 4. júní sl. í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Á dagskrá voru hefðbundin þingstörf. Öll aðildarfélög tilnefna fulltrúa í stjórn og á hverju ári er kosið um tvö sæti í fimm manna stjórn sambandsins og tvo varamenn auk þess sem formannskjör er á hverju ári. Sitjandi fulltrúar, Anna Þórisdóttir og Arnheiður Jónsdóttir, gáfu kost á sér áfram og hlutu góða kosningu. Engar breytingar urðu því á stjórninni, en nýir varamenn komu inn í stjórn. Formaðurinn, Jónína Björnsdóttir, gaf kost á sér áfram og var kjörin einróma.

Stjórn sambandsins er því svona skipuð: Jónína Björnsdóttir, Óskar Þórðarson, Anna Þórisdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Eva Björk Ómarsdóttir. Varamenn eru: Þórarinn Hannesson og Jón Karl Ágústsson.

Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.