Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Jón nýr Heiðursfélagi GLÍ

03.06.2020

56. ársþing Glímusambands Íslands (GLÍ) fór fram þann 30. maí í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Þingið fór mjög vel fram og mynduðust skemmtilegar umræður. Alls sóttu þingið 15 fulltrúar frá 5 aðildarsamböndum sem fóru alls með 19 atkvæði, en 26 fulltrúar frá sjö samböndum áttu rétt til setu á þinginu. Formaður sambandsins, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, bauð þingfulltrúa velkomna, setti þingið og gengið var til hefðbundinna þingstarfa. Eftir skýrslu stjórnar flutti gjaldkerinn, Ásmundur Hálfdán, reikninga sambandsins í gegnum fjarfundabúnað. Eftir umræður um skýrslu stjórnar og reikninga voru reikningarnir samþykktir samhljóða. Aðalstjórn sambandsins er óbreytt eftir þingið. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir kom ný inn í varastjórn þar sem Gunnar Gústav gaf ekki kost á sér áfram.

Jón M. Ívarsson var tilkynntur sem nýr Heiðursfélagi Glímusambands Íslands. Stefán Geirsson fékk silfurmerki GLÍ og Guðmundur Stefán Gunnarsson fékk bronsmerki GLÍ, báðir fyrir góð störf í þágu glímunnar.

Sigríður Jónsdóttir, fyrsti varaforseti ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og flutti kveðjur forseta og framkvæmdastjórnar.

Þinggerðin verður fljótlega birt á vefsíðu GLÍ hér. 

Á myndunum með fréttinni má sjá annars vegar Jón M. Ívarsson og hins vegar Guðmund S. Gunnarsson og Stefán Geirsson.

Myndir með frétt