Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

20 ára afmæli DSÍ

28.05.2020

Dansþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2020 var haldið 26. maí sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sérsambandið fagnaði 20 ára afmæli innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á þinginu en DSÍ var stofnað þann 18. maí árið 2000. Heimsfaraldurinn setti brag á þingið þar sem kjörmenn voru færri en áður. Samþykkt voru skýrsla stjórnar, reikningar, áætlanir og breytingar á lögum. Hafsteinn Pálsson annar varaforseti ÍSÍ var þingforseti. 

Ný stjórn var kosin. Formaður DSÍ, Bergrún Stefánsdóttir, var endurkjörinn ásamt Guðbirni Sverri Hreinssyni sem var kosinn til 2 ára í aðalstjórn og Jóhanni Gunnari Arnarsyni sem var kosinn varamaður til eins árs. Kara Arngrímsdóttir var kosin til 2 ára. Ragnar Sverrisson og Magnús Ingólfsson voru kosnir til 1 árs. Edgar Konráð Gapunay var kosinn varamaður til 1 árs. Formaður þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum, Evu Sveinsdóttur, Óskari Eiríkssyni, Söndru Baldvinsdóttur og Erni Inga Björgvinssyni fyrir störf þeirra og færði þeim blóm fyrir vel unnin störf. Ólafur Már Hreinsson var heiðraður með gullmerki DSÍ.
Hafsteinn Pálsson þingforseti sleit síðan þingi. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ  var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. 

Meðfylgjandi myndir eru frá þinginu.

Myndir með frétt