Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.04.2023 - 15.04.2023

Ársþing ÍF 2023

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
15.04.2023 - 15.04.2023

Ársþing BLÍ 2023

Ársþing Blaksambands Íslands verður haldið í...
2

Íþróttaiðkun án takmarkana

22.05.2020

Nú rétt í þessu birti heilbrigðisráðherra nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Takmörkun á samkomum, skv. nýju auglýsingunni, tekur gildi 25. maí nk. kl. 00:00 og gildir til 21. júní nk. kl. 23:59.

Íþróttahreyfingunni til mikillar gleði þá getur íþróttaiðkun allra aldurshópa í landinu farið fram án takmarkana. Áfram verða þó fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum sem og öðrum viðburðum, þannig að ekki mega fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Það þýðir takmarkanir á fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum.

Við hvetjum alla í íþróttahreyfingunni til að lesa nýju auglýsinguna vel, kynna sér innihald hennar vandlega og fara í einu og öllu eftir tilmælum og reglum yfirvalda.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Frétt heilbrigðisráðuneytis um nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Minnisblað sóttvarnalæknis.