Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Skilaboð frá Íþróttamannanefnd EOC

30.03.2020

Íþróttamannanefnd Evrópsku Ólympíunefndarinnar (EOC) gaf út tilkynningu til íþróttafólks í Evrópu í dag þess efnis að nefndin styðji fullkomlega ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um eitt ár, eða til 23. júlí 2021. Fram kemur að mestu máli skipti að tryggja heilsu, öryggi og velferð íþróttafólksins sem og allra sem taka þátt í leikunum.

Íþróttamannanefnd EOC leggur áherslu á mikilvægi hlutverks síns innan íþróttaheimsins í tilkynningunni. Mikilvægt sé að koma rödd íþróttafólks í Evrópu á framfæri og að berjast áfram fyrir réttindum og tækifærum íþróttafólks. Nefndin vill leita allra leiða til að tryggja íþróttafólki í Evrópu áframhaldandi stuðning og hvetur alla til þess að hafa samband og deila reynslu sinni, áhyggjum og spurningum. Nú skipti mestu máli að standa saman. 

Að lokum segir í tilkynningunni: „Við hvetjum allt íþróttafólk til að halda sér virku og heilbrigðu. Við hlökkum til að sjá ykkur öll keppa í Tókýó árið 2021.“