Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Gullmerki ÍSÍ veitt á 98. þingi UMSB

13.03.2020

98. sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) var haldið miðvikudaginn 12. mars sl. í Logalandi í Reykholtsdal. Ungmennafélagið Reykdælir sáu um framkvæmd þingsins og tóku vel á móti þingfulltrúum með góðum veitingum. Dagskrá þingsins var hefðbundin og í samræmi við lög sambandsins. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. Ávarpaði hann fundarmenn ásamt því að veita Gullmerki ÍSÍ tveimur aðilum úr íþróttahreyfingunni, fyrir frábært starf í þágu hreyfingarinnar. Það voru þeir Sigurður Guðmundsson og Jón G. Guðbjartsson, en báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið Sambandsstjórar UMSB um hríð.

Þingstörf gengu vel fyrir sig og voru þingfulltrúar ánægðir að sjá að rekstur UMSB er sterkur. Samstaða var um þær tillögur sem afgreiddar voru á þinginu og fundarmenn voru sáttir með gott þing. Alls voru 31 þingfulltrúi mættur á þingið af 38.

Á þinginu var kosið í nýja stjórn UMSB. Bragi Þór Svavarsson er sambandsstóri, Sigríður Bjarnadóttir er gjaldkeri, Guðrún Þórðardóttir er varasambandsstjóri, Borgar Páll Bragason er varavarasambandsstjóri, Bjarni Traustason er ritari, Rakel Guðjónsdóttir er meðstjórnandi, Ástríður Guðmundsdóttir er vararitari og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson er varagjaldkeri.

Veittir voru styrkir úr afreksmannasjóði UMSB. Þær sem hlutu styrk uppá 180 þúsund voru þær Birgitta Dröfn Björnsdóttir dansari og Alexandrea Guðnýjardóttir og Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingarkonur. 

 

Myndir með frétt