Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

Dagur í lífi afreksmanns í sundi

28.01.2020

Anton Sveinn Mckee, afreksmaður í sundi og tvöfaldur Ólympíufari, mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland þann 31. janúar nk. og taka upp sinn dag á Instagram Story.

Anton býr nú í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar en hann tók sér ársleyfi frá vinnu og fluttist þangað frá Boston, til að ná hámarksárangri fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Anton Sveinn náði ótrúlega góðum árangri á árinu 2019. Hann synti á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í maí þar sem hann vann til þriggja gullverðlauna og setti eitt Íslandsmet. Á heimsmeistaramótinu í 50m laug í Suður- Kóreu í júlí náði hann í milliriðla í 200m bringusundi og þar náði hann Ólympíulágmarki og bætti tvö Íslandsmet, í 50m og 100m bringusundi. Anton setti 7 Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í Glasgow, ásamt einu Norðurlandameti og hann jafnaði annað. Hann setti einnig eitt landsmet í boðsundi með karlaboðsundsveit Íslands. Þá náði hann inn í úrslit í öllum þremur einstaklingsgreinum sínum á mótinu og náði best 4. sæti. Hann keppti nú síðast í janúar á Reykjavíkurleikunum þar sem hann setti tvö mótsmet, í 100m bringusundi, á tímanum 1:01,18 og í 200 m bring­u­sundi á tím­an­um 2:11,96. Hann er á blússandi siglingu þessa dagana og eini íslenski íþróttamaðurinn sem búinn er að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020.

Árangur Antons gerir hann að fimmta hraðasta sundmanni heims í 200m bringusundi á árinu 2019. Gaman verður að fylgjast með því hvernig dagur í lífi hans er, en hann verður staddur í æfingabúðum nk. föstudag og því nóg um að vera hjá Antoni.

Þeir sem vilja fylgjast með íslensku afreksíþróttafólki æfa, keppa og takast á við hversdagsleikann geta fylgt Instagram síðu  ÍSÍ og fengið upplifunina beint í símann.