Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

08.01.2020

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hlaut gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar föstudaginn 27. desember síðastliðinn, í Íþróttahúsinu við Strandgötu. ÍBH er sjötta íþróttahéraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu hjá ÍSÍ. Á meðfylgjandi mynd eru Sigríður Jónsdóttir 1. varaforseti ÍSÍ og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH við afhendingu viðurkenningarinnar.

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi og var samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015. Viðurkenning fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur og gildir til tveggja ára. Til að gerast Fyrirmyndarhérað þarf meðal annars að útbúa handbók um skipulag og starfsemi en nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.