Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
14

Már Gunnarsson sundmaður tekur við Instagrami ÍSÍ

17.12.2019

Már Gunnarsson, sundmaður og tónlistarmaður, ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf á Þorláksmessu, mánudaginn 23. desember nk. Már mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.

Már er afreksíþróttamaður og margfaldur Íslandsmethafi í baksundi í fötlunarflokki S11, flokki blindra. Már á einkar glæsilegt íþróttaár að baki sem náði hámarki á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í september sl. í London. Þar varð Már einn Norðurlandabúa til þess að komast á verðlaunapall þegar hann setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m baksundi og vann til bronsverðlauna í greininni. Á árinu 2019 setti Már alls 28 Íslandsmet og synti þrívegis undir gildandi heimsmeti á ÍM25 í Ásvallalaug. Már stefnir ótrauður að þátttöku á Paralympics í Tókýó 2020 en takist það ætlunarverk hans verður það í fyrsta sinn sem hann keppir á leikunum. Már er einnig tónlistarmaður en hann vann nú í desember jólalagasamkeppni Rásar tvö ásamt systur sinni Ísold Wilberg Antonsdóttur. Hann er einnig handhafi Kærleikskúlunnar 2019. Spennandi verður að fylgjast með degi í lífi Más þann 23. desember nk. og hvetur ÍSÍ fólk til að fylgja Instagram síðu  ÍSÍ og fylgjast með Má og fleira afreksíþróttafólki sem tekur við Instagraminu á nýju ári 2020.