Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
26

Breytingar gerðar á reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ

06.12.2019

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fimmtudaginn 28. nóvember sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ, en eins og kemur fram í reglugerðinni þá ber að endurskoða hana árlega.

Þrjár meginbreytingar voru gerðar, en þær eru:

  •  Ákvæði var bætt inn varðandi kröfur um Afreksstefnur sérsambanda þannig að nýstofnuð sérsambönd fá tíma í allt að 24 mánuði frá stofnun eða fram að næsta hefðbundna sérsambandsþingi til að staðfesta afreksstefnu svo framarlega sem að drög séu fyrir hendi, (grein 11).
  •  Á Íþróttaþingi ÍSÍ breyttist Afreksstefna ÍSÍ á þann hátt að nú er notað orðið heilbrigðisteymi í stað fagteymis um teymi þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem þjónusta sérsambönd og íþróttfólkið á vegum sérsambanda. Það þótti því nauðsynlegt að uppfæra reglugerð sjóðsins í samræmi við þann texta, (grein 11 og grein 28).
  •  Bráðabirgðarákvæði í lok reglugerðar, þar sem sérsamböndum var gefinn frestur til að uppfæra afreksstefnur sínar m.t.t. kröfur um lengri gildistíma á ekki lengur við, þar sem öll sérsambönd ÍSÍ hafa haldið sérsambandsþing síðan að Íþróttaþing ÍSÍ var haldið 2017.

Reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ má finna hér.