Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Vegabréf íþróttamannsins

29.11.2019
Þriðjudaginn 3. desember mun Lasse Bækken frá Lyfjaeftirliti Noregs (Anti-Doping Norway) halda hádegisfyrirlestur undir yfirskriftinni: Vegabréf íþróttamannsins. Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík (D-sal – 3. hæð) og hefst kl 12:00 – verður honum lokið fyrir kl. 13.

Tilgangur „vegabréfs íþróttamannsins“, e. Athlete Biological Passport (ABP), er að fylgjast með ákveðnum líffræðilegum breytum hjá íþróttafólki sem gætu bent til eða staðfest lyfjamisferli, án þess að það komi fram við hefðbundna greiningu sýna. Þannig getur ABP hjálpað til við að upp kemst um lyfjamisferli þó að niðurstaða lyfjaprófs sé neikvæð. Í fyrirlestrinum verður komið inná hvernig ABP getur nýst í flestöllum íþróttagreinum, hverjar kröfurnar eru núna og líkleg þróun næsta áratuginn. Óhjákvæmlega verður komið inná lyfjahneykslið sem enn er í gangi og tengist rússneskum yfirvöldum.

Fyrirlesturinn er sniðin að þeim aðilum sem hafa á einhvern hátt, beint eða óbeint, með lyfjamál og/eða fræðslumál að gera hjá sérsamböndum/nefndum innan ÍSÍ sem og íþróttafólki. Að sjálfsögðu eru auk þess allir velkomnir sem hafa áhuga á.