Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Samningur ÍSÍ við AIC

29.11.2019

Í dag var undirritaður nýr samningur ÍSÍ við Air Iceland Connect. Samningurinn gildir til 31. janúar 2021. Það voru Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri flugfélagsins og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sem undirrituðu samninginn í húsakynnum ÍSÍ.

Hækkun fargjalda á milli samninga er 3% og hækkun á inneignarkóðum pr. fluglegg fyrir einstaklingsbókanir er 6% eða úr 2.500,- kr. í 2.650,-. Fyrirkomulag varðandi hópabókanir og einstaklingsbókanir á kjörum samningsins er óbreytt frá síðasta samningi.
Einstaklingsbókanir fara alfarið í gegnum bókunarvél á vefsíðu AIC og er notast við inneignarkóða sem fela í sér 2.650 króna inneign. Einungis er hægt að nota eitt inneignanúmer pr. fluglegg. Hægt er að nota inneignina upp í fargjöld í öllum verðflokkum sem í boði eru á bókunarsíðu AIC. Þar sem afslátturinn er föst upphæð þá er hann hlutfallslega hagstæðastur á lægstu fargjöldunum. Góður fyrirvari á bókun getur því borgað sig. Inneignarkóðana þarf að nálgast fyrirfram á skrifstofu ÍSÍ á hefðbundnum skrifstofutíma og því er hreyfingin hvött til að setja sig í samband við ÍSÍ í góðum tíma fyrir bókun.

Athugið að til þess að fá inneignarkóða þarf að senda póst á mottaka@isi.is, því næst er farið á vefsíðu AIC og flug bókað með inneignarkóðann við hönd.

Hópabókanir fara eftir sem áður í gegnum Hópadeild AIC og eru ÍSÍ-hópafargjöldin tíunduð í samningnum sem finna má hér á vefsíðu ÍSÍ.
Eins og áður er samningur ÍSÍ og AIC byggður á gagnkvæmu trausti og virðingu á milli aðila. Sambandsaðilar eru hvattir til að kynna sér samninginn vel og hafa tímann fyrir sér við bókanir, ef mögulegt er. Það eykur líkurnar á því að menn nái að bóka ferðirnar á hagstæðum kjörum.

ÍSÍ og Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, hafa átt langt og farsælt samstarf um afsláttarkjör í innanlandsflugi. Þátttaka í íþróttastarfi á Íslandi felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög og mikilvægt er að búa við öruggar og reglubundnar flugsamgöngur á milli landshluta.