Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Ólafur Magnússon sæmdur Gullmerki ÍSÍ

29.11.2019

Í tengslum við 40 ára afmæli Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) var ákveðið að sæma tvo starfsmenn ÍF Gullmerki ÍSÍ, þau Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur og Ólaf Magnússon. Bæði eiga þau yfir þrjátíu ára starf að baki í þágu íþrótta fatlaðra.
Anna Karólína fékk merkið sitt afhent í afmælishófi ÍF í maí sl. en þá var Ólafur fjarstaddur. Á Formannafundi ÍSÍ í dag í Laugardalshöll var tækifærið nýtt og Ólafi afhent Gullmerki ÍSÍ.
Það var Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhentu Ólafi Gullmerki ÍSÍ og blómvönd.

ÍSÍ óskar Ólafi innilega til hamingju með heiðrunina.

Myndir með frétt