Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Heimsráðstefna WADA 2019

11.11.2019

Þann 5. til 7. nóvember fór fram heimsráðstefna Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) í Katowice í Póllandi í fimmta sinn. Meginþema ráðstefnunnar voru nýju Alþjóðalyfjareglurnar sem taka gildi 1. janúar 2021 ásamt uppfærðum alþjóðastöðlum tengdum lyfjamálum. Tveir nýir alþjóðastaðlar munu taka gildi samhliða reglunum en það eru alþjóðastaðall fyrir fræðslu og alþjóðastaðall fyrir málsmeðferðir. Alþjóðalyfjareglurnar eru uppfærðar á sex ára fresti 1. janúar 2021 munu því taka í gildi nýjar reglur í stað þeirra sem eru núgildandi frá 1. janúar 2015. Helstu breytingar í reglunum verða sérstaklega kynntar þegar nær dregur.

Á ráðstefnunni voru yfir 1500 fulltrúar víðsvegar að úr heiminum. Skúli Skúlason, formaður stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands og Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri sátu ráðstefnuna fyrir hönd Lyfjaeftirlitsins. Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á ráðstefnunni.

Thomas Bach forseti Alþjólaólympíunefndarinnar (IOC) tilkynnti á ráðstefnunni að IOC myndi verja 10 milljónum dala á næstu Ólympíuöðu í það verkefni að halda íþróttahreyfingunni hreinni og að berjast gegn notkun ólöglegra efna í íþróttum. Hann hvatti jafnframt alla aðila til þess að taka höndum saman og senda íþróttafólki og almenningi þau skilaboð að lyfjamisferli líðist ekki í íþróttahreyfingunni. Bach lagði áherslu á að bæta þyrfti samstarf lyfjaeftirlitsstofnana við ríkisstjórnir þegar kemur að því að koma upp um lyfjamisferli og dæma þyrfti þá sem eru viðloðnir lyfjamisferli, hvort sem það sé íþróttamaðurinn sjálfur eða aðilar í kringum hann. Mestu skiptir að vernda hreint íþróttafólk og tryggja heilindi íþróttahreyfingarinnar.

Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin heldur úti vefsíðunni Speak Up!, en þar geta íþróttafólk og aðrir stigið fram og sagt frá misferli eða hverju því sem getur grafið undan baráttunni gegn lyfjamisnotkun. Vefsíðan „Speak Up!“, felur í sér þann möguleika að tryggja trúnað og rétt þeirra sem stíga fram. Allir þeir sem verða vitni að, vita um eða hafa rökstuddan grun um að svindl hafi átt sér stað eru hvattir til þess að stíga fram og segja frá. Vefsíðu Speak Up! má sjá hér.

Vefsíða Lyfjaeftirlits Íslands

 

Myndir með frétt