Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
27

Fræðslufundur UMSS 2019

31.10.2019

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) stóð fyrir viðburðinum Fræðslufundur UMSS 2019 í Miðgarði í Skagafirði miðvikudaginn 30. október síðastliðinn. Þessi árlegi viðburður er liður í stefnu UMSS í fræðslumálum. Ágætis mæting var frá fulltrúum aðildarfélaga UMSS enda voru fræðslufyrirlestrar fjölbreyttir og góð umræða um samvinnu í þessum efnum að fyrirlestrum loknum. Baldur Þór Ragnarsson körfuknattleiksþjálfari var með fyrirlestur um liðsmenningu mfl. Tindastóls í körfuknattleik karla, Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri var með kynningu á styttri útgáfum af stjórnendanámskeiðum ÍSÍ og Sölvi Tryggvason var með athyglisverðan fyrirlestur sem hann kallaði „Sigrum streituna“. Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sá um fundarstjórn.

Myndir með frétt