Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
26

Stjórnendanámskeið á Þórshöfn

27.09.2019

ÍSÍ í samstarfi við Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) hélt námskeið um stjórnun á Þórshöfn miðvikudaginn 25. september síðastliðinn. Námskeiðið var jafnt fyrir stjórnendur félaga, fólk í ráðum og nefndum og þjálfara. Farið var yfir ýmsar upplýsingar sem máli skipta við fyrrgreind störf og það er von ÍSÍ og HSÞ að þeir sem sóttu námskeiðið séu einhvers vísari og þar með öruggari í starfi. Seinna námskeiðið innan HSÞ verður á Húsavík í október. Fyrirlesari á námskeiðinu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.