Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
8

Yngsti keppandi Íslands á Smáþjóðaleikunum 2019

31.05.2019

Yngsti keppandi Íslands á leikunum að þessu sinni er Agnes Brynjarsdóttir keppandi í borðtennis. Agnes var 12 ára, átta mánaða og sjö daga þegar leikarnir hér í Svartfjallalandi voru settir. Hún er þó ekki yngsti keppandi sem keppt hefur fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikum því á allra fyrstu leikunum, í San Marínó árið 1985 var Magnús Már Ólafssson sundmaður 12 ára, fjögurra mánaða og 23 daga við setningu leikanna. Móðir Agnesar, Þórný Þórðardóttir, fylgir dóttur sinni á leikana og voru þær báðar hressar og kátar í dag í borðtennismannvirkinu að bíða þolinmóðar eftir næsta leik Agnesar í keppninni. Keppinautur Agnesar í þeirri viðureign var kona um fimmtugt en aldursbil keppenda í borðtennis á leikunum er ansi mikið.

Í stuttu viðtali við starfsmann ÍSÍ sagði Agnes Smáþjóðaleikana mjög skemmtilegt mót og að það væri sérstaklega gaman að allir keppendurnir væru á sama hóteli. Hún sagði margt skemmtilegt hafa gerst í þessari ferð.

Agnes sagði nokkra vini sína vita af því að hún væri að keppa á stóru móti en flestir vinir hennar æfi handknattleik og knattspyrnu. Sjálf hefur Agnes æft margar íþróttagreinar fyrir utan borðtennis, þó ung sé að árum, til dæmis knattspyrnu, fimleika og sund.

„Ég held að ég geti nýtt reynsluna sem ég hef lært á þessu móti í framtíðinni. Ég held að ég hafi lært margt af Smáþjóðaleikunum og að það muni hjálpa mér þegar ég verð eldri. Ég á mér ekki neina sérstaka fyrirmynd í íþróttum en það eru eflaust margar flottar íþróttastjörnur til,“ sagði Agnes að lokum. 

Á myndinni með fréttinni má sjá Agnesi og Þórnýju móður hennar í borðtennismannvirkinu í dag.