Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

Fimm íslensk gullverðlaun á keppnisdegi tvö

30.05.2019

Frábærum keppnisdegi er lokið í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þar sem Íslendingar unnu fimm gullverðlaun og eitt silfur. Eftir daginn er Ísland komið á toppinn með sex gullverðlaun, fimm silfur og tvö brons. Í öðru sæti er Lúxemborg með fimm gull, fimm silfur og þrjú brons.

Fjóla Signý Hannesdóttir varð fyrsti gullverðlaunhafi dagsins þegar hún bar sigur úr býtum í 400 metra grindarhlaupi. Fjóla hljóp á 1:02,60 mínútum og var hlaupið spennandi allt fram til seinasta metra þar sem aðeins munaði þremur hundruðustu úr sekúndi á Fjólu og þeirri sem lenti í öðru sæti.

Í 400 metra grindarhlaupi karla fékkst einnig íslenskt gull þar sem Ívar Kristinn Jasonarson kom fyrstur í mark á 52,31 sek. Hann sigraði með nokkrum yfirburðum þar sem rúm sekúnda var í næsta mann.

Undanrásir í 200 metra hlaupi karla og kvenna fóru fram í dag og fara úrslitin fram á morgun. Meðal keppenda voru fjórir Íslendingar og komust þau öll í úrslit. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði sinn riðill á 24,67 sekúndum og var með þriðja besta tímann inn í úrslit. Tiana Ósk Whitworth sigraði einnig sinn riðil og var fljótust af öllum inn í úrslitin á tímanum 24,54 sekúndum. Jóhann Björn Sigurbjörnsson kom þriðji í mark í sínum riðli á 22,22 sekúndum og var fjórði í heildina. Ívar Kristinn Jasonarson sigraði sinn riðill á 22,07 sekúndum og er með þriðja besta tímann fyrir úrslitin á morgun.

Hafdís Sigurðardóttir sigraði langstökkið með 6,42 metra stökk. Hafdís meiddist í upphitun fyrir keppnina í dag en ákvað að harka af sér og taka þátt. Það borgaði sig þar sem hún tók gullið. Birna Kristín Kristjánsdóttir er ung og efnileg í spretthlaupum og stökkum. Hún keppti ásamt Hafdísi í langstökkinu og hafnaði í fimmta sæti þegar hún stökk 5,85 metra.

Í 1500 metra hlaupi kvenna keppti Aníta Hinriksdóttir sem fulltrúi Íslands. Hún endaði í öðru sæti á 4:22,34 mínútum. Hún fékk því silfurverðlaun en var aðeins tæpri sekúndu frá gullinu.

Guðni Valur Guðnason varð annar í kringlukasti með 57,64 metra kast.

Í gær fékk Hlynur Andrésson silfur í 5000 metra hlaupi en í dag nældi hann sér í gull í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hann kom í mark á 8:57,20 mínútum.

Þórdís Eva Steinsdóttir náði frábærum með því að sigra 400 metra hlaupið og fá gullverðlaun. Hún fór hringinn á 56,39 sekúndum, 41 sekúndubroti á undan þeirri sem kom í mark önnur. Í 400 metra hlaupi karla keppti Kormákur Ari Hafliðason fyrir Íslands hönd. Hann kom fimmti í mark á 49,44 sekúndum. Kormáki fannst hann stífna snemma í hlaupinu og hefði viljað hlaupa á betri tíma. En samt sem áður flottur árangur hjá honum á alþjóðlegu móti.

Hér má finna öll úrslit dagsins.

Myndir með frétt