Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Dagskrá 4. keppnisdags á Smáþjóðaleikunum

30.05.2019

Á morgun, föstudaginn 31. maí, heldur keppni áfram hér í Budva og spennandi viðburðir í boði:

  • Í borðtennis verður keppt í einliðaleik frá kl. 10 - 17:15 að staðartíma.
  • Kvennalandsliðið í blaki keppir við Liechtenstein í blaki kl. 9:00 að staðartíma og karlalandsliðið keppir við Kýpur kl. 16:00 að staðartíma.
  • Keppnin í frjálsíþróttum heldur áfram í bænum Bar frá kl. 16:00 - 19:00 að staðartíma. Þar verða margir spennandi viðburðir í boði.
  • Keppni í skotíþróttum heldur áfram og verður loftriffilkeppnin frá 9:00 - 19:00 að staðartíma. Ísland á þrjá keppendur í loftriffli á leikunum, þau Guðmund Helga Christensen, Írisi Evu Einarsdóttur og Jórunni Harðardóttur.
  • Í körfuknattleik mun kvennaliðið mæta liði Möltu kl. 11:00 að staðartíma og karlaliðið mæta liði Lúxemborgar kl. 13:15 að staðartíma.

Sundkeppni leikanna og júdókeppninni er lokið og íslensku keppendurnir í tennis eru úr leik þannig að ekki verður af fleiri viðburðum hjá íslensku þátttakendunum í þessum greinum.