Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Borðtenniskeppni í tvíliðaleik lokið

30.05.2019

Íslensku pörin í tvíliðaleik töpuðu leikjum sínum 0-3 í riðlakeppninni í tvíliðaleik og komust ekki upp úr riðlunum. Agnes Brynjarsdóttir og Stella Karen Kristjánsdóttir léku í tvíliðaleik kvenna en nafnarnir Magnús Gauti Úlfarsson og Magnús Jóhann Hjartarson í tvíliðaleik karla.

Keppni í tvíliðaleik kláraðist í dag, 30. maí, og sigraði Mónakó tvöfalt. Karlaliðið sigraði lið Kýpur 3-2 og kvennaliðið lagði lið Lúxemborg, sömuleiðis 3-2.

Úrslit úr leikjum íslensku paranna;

Tvíliðaleikur kvenna

Agnes og Stella léku í B-riðli með Kýpur, Montenegro og San Marínó.
Agnes/Stella – Szenana Culafic/Ivona Petric, Montenegro 0-3 (5-11, 6-11, 8-11)
Agnes/Stella – Chiara Morri/Chimei Yan, San Marínó 0-3 (3-11, 3-11, 5-11)

Tvíliðaleikur karla

Magnús/Magnús – Eric Glod/Gilles Michely, Lúxemborg 0-3 (8-11, 5-11, 4-11)
Magnús/Magnús – Filip Radulovic/Filip Radovic, Montenegro 0-3 (8-11, 8-11, 4-11)
Þann 31. maí og 1. júní verður keppt í einliðaleik á leikunum.