Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ný framkvæmdastjórn ÍSÍ

04.05.2019

 

74. Íþróttaþingi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands lauk nú fyrir nokkrum mínútum í Gullhömrum í Grafarholti. Þingforsetar voru þau Guðrún Inga Sívertsen og Viðar Helgason og stýrðu þau þinginu af mikilli röggsemi. Þingfulltrúar voru vel á annað hundrað fulltrúa af öllu landinu. Fyrir þinginu lágu 24 tillögur sem fjallað var um í nefndum langt frameftir í gærkvöldi sem voru svo afgreiddar á þinginu í dag.

Kosning fór fram til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Tíu aðilar voru í framboði til sjö sæta í stjórn til fjögurra ára. Í framkvæmdastjórn voru eftirtalin kjörin, í stafrófsröð:

Ása Ólafsdóttir
Gunnar Bragason
Hafsteinn Pálsson
Ingi Þór Ágústsson
Knútur G. Hauksson
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Olga Bjarnadóttir

Dominiqua Alma Belányi er fulltrúi Íþróttamannanefndar í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, var kjörinn til fjögurra ára á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2017 og á því tvö ár eftir af kjörtímabilinu. Þá voru einnig sjö meðstjórnendur kjörnir til fjögurra ára, þeir eru:

Garðar Svansson
Lilja Sigurðardóttir
Sigríður Jónsdóttir
Úlfur H. Hróbjartsson
Viðar Garðarsson
Þórey Edda Elísdóttir
Þráinn Hafsteinsson

Nánar er fjallað um kjör til framkvæmdastjórnar ÍSÍ í 17. grein laga ÍSÍ.

Úr stjórn ganga Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Jón Finnbogason og Örn Andrésson og var þeim þakkað sérstaklega fyrir góð störf í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Myndir frá Íþróttaþingi ÍSÍ 2019 má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt