Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
22

Nýr formaður hjá HHF

24.04.2019

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka fór fram á Hópinu í Tálknafirði 10. apríl sl. Margrét Brynjólfsdóttir var kjörin nýr formaður sambandsins og með henni í stjórn eru Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson og Kristrún Guðjónsdóttir, ásamt tveimur varastjórnarmönnum. Úr stjórn viku Iða Marsibil Jónsdóttir, sem gegnt hefur embætti formanns frá árinu 2017, og Guðrún Eggertsdóttir. Margrét, nýr formaður HHF, hefur leitt starf Íþróttafélagsins Harðar á Patreksfirði í fimmtán ár og býr því yfir mikilli reynslu úr íþróttastarfinu. Á starfssvæði HHF hefur íþróttastarfið verið í miklum vexti og endurspeglast það meðal annars í því fjölgun íþróttafélaga á svæðinu og fjölgun íþrótta sem í boði eru innan HHF. Nýtt félag, Fimleikafélag Vestfjarðar, var samþykkt inn í HHF á ársþinginu og unnið er að stofnun bogfimideildar innan Skotíþróttafélags Vestfjarða. Í kjölfar nýrra atvinnutækifæra á svæðinu þá hefur íbúum fjölgað, ekki síst fjölskyldufólki með ung börn og með því hefur íþróttastarfið í héraði styrkst mikið.

Á þinginu var tilkynnt um verðlaunahafa ársins 2018 í einstökum íþróttum og tilkynnt var um val á Íþróttamanni HHF 2018 en það var Aníta Steinarsdóttir sem hlaut titilinn fyrir afrek í sundi og frjálsíþróttum. Frekari upplýsingar um verðlaunahafa HHF er að finna á Fésbókarsíðu HHF, https://www.facebook.com/hrafnaf/

Á myndinni má sjá stjórn og varastjórn HHF. Margrét, nýkjörinn formaður HHF, er fyrir miðri mynd