Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

53. Körfuknattleiksþing KKÍ

20.03.2019

Síðastliðinn laugardag fór fram 53. Körfuknattleiksþing KKÍ en þingið fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hannes S. Jónsson var endurkjörinn formaður en hann var einn í framboði. Stjórn KKÍ var sjálfkjörinn en úr henni gengu Páll Kolbeinsson og Eyjólfur Þór Guðlaugsson. Nýir stjórnarmenn voru kosnir þeir Guðni Hafsteinsson, Herbert Arnarson og Jón Bender. Stjórnin er því skipuð þeim Birnu Lárusdóttur, Einari Karli Birgissyni, Erlingi Hannessyni, Ester Öldu Sæmundsdóttur, Guðbjörgu Norðfjörð, Guðna Hafsteinssyni, Hannesi S. Jónssyni, Herberti Arnarsyni, Lárusi Blöndal og Jóni Bender.

KKÍ sæmdi tvo einstaklinga gullmerki þá Pál Kolbeinsson og Eyjólf Þór Guðlaugsson og níu einstaklinga silfurmerki þau eru: Pétur Hólmsteinsson, Páll Sævar Guðjónsson, Einar Bjarkason, Ólafur Bjarni Tómasson, Sara Pálmadóttir, Einar Árni Jóhannsson, Friðrik Ragnarsson, Ingólfur Þorleifsson, Sigríður H. Kristjánsdóttir.

Stjórn kom saman strax að loknu þingi og skipti með sér verkum að tillögu formanns. Guðbjörg Norðfjörð verður varaformaður, Ester Alda Sæmundsdóttir gjaldkeri og Lárus Blöndal ritari.

Körfuknattleiksþingið var mjög starfsamt og var góður andi á þinginu. Voru góðar umræður um mikilvæg málefni og voru mikilvægar þingsályktunartillögur samþykktar. Meðal þeirra var að stofna starfshóp um keppnisfyrirkomulag í efstu deild karla og kvenna, ályktun um þjóðarleikvang og ályktun er varðar öryggi, eftirlit og aðbúnað á leikjum.

Reikningar KKÍ voru samþykktir en á síðasta rekstrarári var 13.5 milljón króna hagnaður. Hér á vef KKÍ er hægt að nálgast ársskýrslu fyrir starfsárin 2017-18 og 2018-19.

Hafsteinn Pálsson ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Myndir með frétt