Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Glæsilegt verkefni hjá KKÍ - Driplið

20.02.2019

Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) hefur undanfarna mánuði unnið að verkefni sem kallast „Driplið“, en Driplinu er ætlað að auka tæknilega færni barna í körfubolta á aldrinum 9-11 ára og auka áhuga á tækniæfingum. Útbúin hafa verið 7 myndbönd sem sýna 17 tækniæfingar í körfubolta. Æfingarnar eru settar upp þannig að iðkandi á að geta æft sig hvar sem er, jafnt inni sem úti, einn eða með fleirum. Hægt er að líta á Driplið sem einhverskonar námsskrá fyrir iðkendur og því kjörið verkfæri fyrir þjálfara að vinna með. 

Nánari upplýsingar um Driplið má nálgast hér á vefsíðu KKÍ