Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu

19.02.2019

Lífshlaupið er landskeppni í hreyfingu og hugsað sem hvatning fyrir einstaklinga til að taka sig á og byrja að bæta lífsstíl með aukinni hreyfingu. Í dag er síðasti keppnisdagur í grunn- og framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins og því líður senn að lokaniðurstöðu í þeim hluta verkefnisins. Nú er því tíminn fyrir nemendur á öllum stigum að ljúka sínum lokaspretti í Lífshlaupinu. Þeir sem annast skráningar á hreyfingu þurfa að ljúka sínum innskráningarverkum sem fyrst þannig að engin hreyfing verði skilin eftir óskráð, en það verður hægt að skrá hreyfingu í kerfið út þessa viku.

Vinnustaðakeppni Lífshlaupsins er enn í gangi. Verkefnið er frábært tækifæri fyrir vinnustaði til þess að efla liðsandann/starfsandann á vinnustaðnum. Vinnustaðir geta skráð eins mörg lið og þeir vilja og efnt til keppni innan vinnustaðarins. Öll lið telja þó saman undir einum vinnustað í heildarkeppni Lífshlaupsins.

Á meðan Lífshlaupinu stendur er skráningarleikur í gangi en einn heppinn þátttakandi í vinnustaðakeppninni, einn í framhaldsskólakeppninni og einn bekkur í grunnskólakeppninni eru dregin út alla virka morgna í morgunþættinum Morgunverkin á Rás 2. 

Þar að auki er myndaleikur í gangi en á meðan á Lífshlaupinu stendur eru allir hvattir til að deila myndum af þátttöku sinni í gegnum vefsíðuna og einnig á Facebook eða Instagram með myllumerkinu #lifshlaupid. Allir myndasmiðir fara í lukkupott í myndaleik Lífshlaupsins og eiga möguleika á að vera dregnir út og vinna flotta vinninga. Þá verða einnig flottustu myndirnar verðlaunaðar sérstaklega í lok keppninnar og því er um að gera að taka myndarlega á því við myndasmíðina.

Vefsíða Lífshlaupsins

Facebook síða Lífshlaupsins

Instagram síða Lífshlaupsins