Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

Konur í íþróttum

26.09.2018

Árið 1974 kom tennisstjarnan Billie Jean King á fót stofnuninni Konur í íþróttum, eða Women´s Sports Foundation, og er henni ætlað að skapa leiðtoga með því að tryggja að allar stelpur hafi aðgang að íþróttaiðkun. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í New York í Bandaríkjunum. Stofnunin veitir styrki til kvenna í íþróttum og til samtaka sem aðstoða við að virkja stúlkur til íþróttaiðkunar.
Stofnunin hefur á undanförnum 40 árum veitt meira en 50 milljónum dala í styrki í verkefni sem tengjast því að auka þátttöku stúlkna í íþróttum og almennri hreyfingu og að auka leiðtogahæfni stúlkna í íþróttaheiminum. Má meðal annars nefna verkefnið GoGirlGo sem hefur nú náð markmiði sínu að koma yfir einni milljón stúlkna af stað í hreyfingu eða íþróttaiðkun. Stofnunin er með annað verkefni, Sports 4 Life, sem er grasrótarverkefni ætlað til að auka möguleika 6000 litaðra stúlkna á aldrinum 11-18 ára á hreyfingu. Einnig hafa yfir 1300 styrkir verið veittir til afreksíþróttakvenna og -liða úr sjóði sem kallast Travel and Training. Markmið styrksins er að koma til móts við þann kostnað sem fellur til vegna ferðalaga í æfingar og keppni og vegna kostnaðar við íþróttabúnað. Á um 30 ára tímabili hefur stofnunin staðið að meira en 40 rannsóknum og hafa niðurstöðurnar verið nýttar til þess að betrumbæta starf stofnunarinnar við að jafna hlut kvenna og karla í íþróttaheiminum. Stofnunin vinnur markvisst að því að veita konum jöfn tækifæri á við karla í íþróttahreyfingunni, hvort sem um er að ræða iðkun íþrótta, vinnu eða sjálfboðaliðastarf. Meðal annarra verkefna stofnunarinnar er að ferðast um Bandaríkin með afreksíþróttakonum sem eru fyrirmyndir ungra stúlkna og vekja athygli á hreyfingu og hvetja stúlkur til íþróttaiðkunar. Nánar má lesa um frábært starf þessarar stofnunar á vefsíðu hennar og horfa á myndbandið sem fylgir fréttinni.

Vefsíða stofnunarinnar Womens Sports Foundation