Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Skíðaborg fyrirmyndarfélag ÍSÍ

13.06.2018

Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ nú nýverið. Félagið fékk fyrst viðurkenningu árið 2014 en viðurkenninguna þarf að endurnýja á fjögurra ára fresti. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni félagsins Kristínu Önnu Guðmundsdóttur viðurkenninguna á uppskeruhátíð félagsins á Siglufirði. Á myndinni eru þau Viðar og Kristín Anna.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fyrirmyndafélag ÍSÍ má sjá hér.