Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi.  Íþróttafélög og deildir innan félaga geta sótt um viðurkenningu til ÍSÍ að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem sjá má hér að neðan í gátlista Fyrirmyndarfélaga.  Þegar viðurkenning hefur verið veitt gildir hún í fjögur ár og þá þarf að sækja um hana á nýjan leik. 

Fyrirmyndarfélög ÍSÍ sjá fjölmarga kosti þess að hafa þessa viðurkenningu.  Félögin eru þá komin með stefnur og viðbragðsáætlanir í flestum þeim málum er snúa að íþróttastarfi.  Fjölbreytt markmið með starfinu liggja fyrir og það eitt og sér eykur líkur á því að allir sem koma að starfinu með einum eða öðrum hætti rói í sömu átt, félaginu til heilla og framfara.  Siðareglur liggja fyrir, persónuverndarstefna er klár auk stefna í fræðslu- og forvarnarmálum, jafnréttismálum, umhverfismálum og félagsmálum svo eitthvað sé nefnt.  Benda má á að sveitarfélög gera í auknum mæli kröfur til íþróttafélaga um að hafa þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.  

Skjöl tengd fyrirmyndarfélögum má finna hér.

Lista yfir fyrirmyndarfélög má finna hér.

Um verkefnið.

ÍSÍ hvetur íþróttafélög, stór sem smá til að sækja um þessa viðurkenningu og gera þar með gott starf enn betra.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is og 514-4000), sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ. 

null