Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.02.2018 - 10.02.2018

Ársþing KSÍ

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
10.03.2018 - 10.03.2018

Ársþing HSK 2018

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
20

Jafnréttismál

Innan íþróttafélags/deildar er mikilvægt að jafnréttis í sem víðustum skilningi sé gætt og að íþróttafélagið mismuni ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. 

Útbúinn hefur verið leiðarvísir sem hugsaður er sem leiðbeinandi verkfæri fyrir íþróttafélög/deildir þegar setja á fram jafnréttisstefnu. Íþróttafélögin og deildirnar í landinu eru ólíkar og því er ekki ólíklegt að einhver atriði í gátlista leiðarvísisins eigi ekki við í einhverjum tilvikum.

Íþróttafélögum er heimilt að gera þessar reglur að sínum, breyta þeim og aðlaga eins og gagnast þeim best. Hugsunin með framsetningu þessarra reglna er fyrst og fremst sú að færa íþróttafélaginu einhvers konar tæki sem það getur nýtt sér í starfinu.

Leiðarvísir að mótun jafnréttisstefnu hjá íþróttafélagi pdf