Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Nýr framkvæmdastjóri hjá ÍBA

24.04.2018

Íþróttabandalag Akureyrar hefur ráðið Helga Rúnar Bragason í fullt starf sem framkvæmdastjóra bandalagsins og hóf hann störf í marsmánuði sl. Helgi Rúnar tekur við starfinu af Þóru Leifsdóttur sem mun þó áfram starfa á skrifstofu bandalagsins. Helgi Rúnar er 41 árs gamall, með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og stúdentspró frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja af náttúrufræði- og íþróttabraut. Hann hefur fjölbreytta reynslu, jafnt úr atvinnulífinu sem og úr íþróttum. Helgi starfaði sem rekstrarstjóri Ekrunnar á Akureyri í 12 ár og þar áður fjármálastjóri Gólflagna. Hann hefur verið virkur í ýmsum íþrótta- og félagsstörfum í gegnum tíðina en í dag þjálfar hann meistaraflokk kvenna í körfuknattleik hjá Þór á Akureyri. Helgi Rúnar er kvæntur Hildi Ýr Kristinsdóttur og eiga þau eina dóttur.

ÍSÍ býður Helga Rúnar velkominn til starfa í íþróttahreyfingunni og óskar honum velfarnaðar í starfi. 

Mynd: www.iba.is