Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Gunnar endurkjörinn formaður ÍS

26.03.2018
Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja 2018 var haldið 22. mars sl. í Víðisheimilinu í Garði. Formaður ÍS, Gunnar Jóhannsson setti þingið og gengið var til formlegrar dagskrár. Þinggerð síðasta ársþings var lesin upp og samþykkt og að því loknu flutti formaður skýrslu stjórnar og gjaldkeri þess, Halldór E. Smárason reikningana, sem samþykktir voru einróma. Gunnar var endurkjörinn formaður til næsta starfsárs. Þingið sóttu 12 fulltrúar frá sex af níu aðildarfélögum ÍS og gerðu fulltrúar þessara félaga stuttlega grein fyrir starfi sinna félaga á síðasta starfsári. Sigríður Jónsdóttir sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.