Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

10. ársþing HSÞ

12.03.2018

Ársþing Héraðssambands Þingeyinga var haldið að Ýdölum sunnudaginn 11. mars síðastliðinn. Þingið var vel sótt en alls voru um 58 þingfulltrúar mættir af 71 og komu þeir frá 19 aðildarfélögum af 22. Alls 15 tillögur lágu fyrir þinginu og bættist sú 16. við í nefndarstörfum. Tillaga um breytingar á úthlutun lottótekna var felld á jöfnu en annars voru flestar tillögurnar samþykktar. Meðal samþykktra tillagna má nefna tillögu um nýja Íþrótta- og æskulýðsstefnu HSÞ sem þingið samþykkti að stjórnin í samvinnu við aðildarfélögin, önnur samtök, sveitarfélög, skóla, fyrirtæki o.fl. muni vinna á komandi misserum. Einnig var samþykkt tillaga um að HSÞ vinni að því að gerast fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Formaður HSÞ, Anita Karin Guttesen gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í formannsstóli og var nýr formaður, Jónas Egilsson frá Ungmennafélagi Langnesinga kjörinn í hennar stað. Þinginu var stjórnað af röggsemi af þingforsetanum Ara Jósavinssyni.

Á þinginu veitti Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ Baldvini Kristni Baldvinssyni og Kolbrúnu Ívarsdóttur Silfurmerki ÍSÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar til margra ára.

Ingi Þór og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sóttu þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Myndir með frétt