Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

PyeongChang 2018 - Snorri stóð sig vel

16.02.2018

Snorri Eyþór Ein­ars­son keppti í morgun í 15 km göngu með frjálsri aðferð á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang. Keppendur voru ræstir út með 30 sekúndna millibili en alls voru 119 einstaklingar sem hófu keppni. Snorri náði 56. sæti er hann kom í mark á 37:05,6 mín­út­um, 3:21,7 mín­út­um á eft­ir sigurvegaranum Dario Cologna frá Sviss sem er Ólymp­íu­meist­ari. Cologna náði þeim merka áfanga að vera fyrsti maðurinn til að vinna eina skíðagöngugrein á Ólympíuleikum þrisvar sinnum, 2010,  2014 og 2018.

Myndir með frétt