PyeongChang 2018 - Freydís Halla í 41. sæti
16.02.2018
Freydís Halla Einarsdóttir keppti í nótt í svigi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang og náði þar 41. sæti. Fyrir leikana var hún með 48. besta árangur keppenda og því náði hún að hækka sig upp um sjö sæti.
Freydís skíðaði fyrri ferðina á 56,49 sekúndum og var með 46. besta tímann. Seinni ferðina skíðaði hún á 56,66 sekúndum og var það 42. besti tíminn. Samanlagt var hún því á 1:53,15 mínútu, rúmum 14 sekúndum á eftir sigurvegaranum Frida Hansdotter frá Svíþjóð.
Freydís Halla hefur nú lokið keppni á sínum fyrstu Ólympíuleikum.
Hægt er að sjá myndband frá svigi Freydísar í morgun hér á vefsíðu RÚV.