Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki af safnliðum

27.10.2017

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki af safnliðum á sviði lista og menningararfs og stofnstyrki til íþrótta- og æskulýðsmála.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 31. október 2017

Veittir eru styrkir til félaga, samtaka eða einstaklinga vegna verkefna á árinu 2018 sem ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti veitir styrki til:

Lista og menningararfs
Veittir eru rekstrar- og verkefnastyrkir til félaga, samtaka og einstaklinga sem starfa á sviði lista og að verndun menningarminja sem ekki hafa aðgang að uppbyggingarsjóðum landshluta eða öðrum sjóðum lista og menningararfs.

Mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála
Veittir eru stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhald íþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.

Ekki eru veittir styrkir til menntamála, vísinda eða annarra þeirra verkefna sem falla undir aðra málaflokka á verkefnasviði ráðuneytisins.

Mat á umsóknum
Starfshópur metur styrkhæfi umsókna og gildi þeirra fyrir málefnasvið 18 og málaflokka innan þess. Mat á umsóknum skal einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum eftir því sem við á:
a) gildi og mikilvægi verkefnis fyrir stefnu viðkomandi málaflokks,
b) gildi og mikilvægi fyrir kynningu og markaðssetningu viðkomandi málaflokks,
c) að umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að,
d) starfsferli og faglegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda,
e) fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis.

Hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd þess og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn komi til greina eða eins og kveðið er á um í skilmálum vegna fyrri styrkveitinga.
Við mat á umsóknum er starfshópnum heimilt að leita umsagnar fagaðila, gerist þess þörf.
Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 31. janúar 2018.

Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins.
- Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjanda og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.
- Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar. Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja mennta- og menningarmálaráðuneyti á síðunni Eyðublöð.
- Heiti eyðublaðs: Menningarstyrkir 2018

Nánari upplýsingar veitir Ásta Ingólfsdóttir í síma 545 9520 eða í tölvupósti á asta.ingolfsdottir@mrn.is