Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Golfsamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

27.10.2017

Golfsamband Íslands (GSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 8.850.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Afreksstarf sambandsins hefur verið umfangsmikið á árinu og hefur velgengni afrekskylfinga á erlendri grundu verið einstök. Slíkt hefur haft aukinn kostnað í för með sér umfram áætlanir fyrir sambandið en þess ber að geta að auk þátttöku einstaklinga í mótaröðum og stórmótum þá hefur sambandið einnig sent fjölmarga einstaklinga og lið til keppni á Evrópumótum áhugamanna með góðum árangri. Þá hefur umgjörð afreksstarfsins fengið aukið vægi hjá sambandinu og verið er að vinna að nýrri afreksstefnu þar sem sambandið hefur nú þegar náð flestum þeim markmiðum sem sett voru í fyrri stefnu og það töluvert fyrr en væntingar voru til. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ hjálpar til við að standa undir hluta þeirra afreksverkefna sem eru í gangi á vegum sambandsins og efla jafnframt það afreksstarf sem er í miklum vexti hjá sambandinu.

Á myndinni má sjá þá Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóra GSÍ, Hauk Örn Birgisson, forseta GSÍ, Lárus L. Blöndal, forseta ÍSÍ og Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Vefsíða Golfsambands Íslands er www.golf.is.