Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Alþjóðaskólinn tók þátt í áskorun Smáþjóðaleikanna

30.06.2017

Smáþjóðaleikarnir fóru fram í San Marínó 29. maí til 3. júní sl. Gestgjafar leikanna sendu áskorun til þátttökuþjóðanna sem fólst í að tengja Smáþjóðaleikana og grunnskóla landsins.

Alþjóðaskólinn á Íslandi og nemendur hans tóku við áskoruninni. Áskorunin var sú að fá nemendur til að búa til og senda inn myndband um landið sitt þar sem saga landsins og helstu stofnanir, íþróttir, menning og þjóðtrú var tekin fyrir. Myndbandið yrði síðan spilað á vettvangi Smáþjóðaleikanna á meðan á leikunum stæði.

Í Alþjóðaskólanum eru um 90 nemendur. Það voru 15 nemendur á aldrinum 12-15 ára sem tóku að sér verkefnið. Þeir sáu um handritagerð, upptöku, klippingu og alla vinnslu myndbandsins. Karen Ragnarsdóttir, kennari þeirra, veitti þeim leiðsögn og var driffjöðurin á bak við vinnuna.

Í lok maí var haldinn Ólympíudagur í Alþjóðaskólanum þar sem krakkarnir kepptu í hinum ýmsu íþróttagreinum. Við það tilefni fékk ÍSÍ myndbandið afhent. Það var Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, sem tók við myndbandinu. Auk hennar voru með í för Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, og Dominiqua Belanyi fimleikakona. Dominiqua ræddi við nemendur um reynslu sína úr íþróttaheiminum, t.d. upplifun sína af þátttöku á Smáþjóðaleikum. Í lokin svaraði hún spurningum nemenda eftir bestu getu og veitti þeim hvatningu til þess að finna sína íþrótt eða hreyfingu sem þeim þætti skemmtileg.

Myndir með frétt