Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

Sveinn Áki sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

27.03.2017

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram á Hótel Sögu laugardaginn 25. mars sl. Sveinn Áki Lúðvíksson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í embætti formanns sambandsins og var Þórður Árni Hjaltested, sem gegnt hefur embætti varaformanns undanfarin ár, kjörinn formaður til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn ÍF eru Jóhann Arnarson varaformaður, Halldór Sævar Guðbergsson, Matthildur Kristjánsdóttir og Margrét Kristjánsdóttir meðstjórnendur. Í varastjórn sitja Jón Heiðar Jónsson, K. Linda Kristinsdóttir og Þór Jónsson.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ ávarpaði þingið fyrir hönd ÍSÍ og afhenti Sveini Áka Lúðvíkssyni Heiðurskross ÍSÍ, æðstu heiðursviðurkenningu ÍSÍ, fyrir góð og langvarandi störf í þágu íþrótta fyrir fatlaða. Helgu Steinunni til aðstoðar við heiðursveitinguna var Hafsteinn Pálsson, formaður Heiðursráðs ÍSÍ, en Hafsteinn gegndi einnig embætti þingforseta.

Sveinn Áki hlaut einnig æðsta heiðursmerki Íþróttasambands fatlaðra auk þess sem hann var formlega gerður að heiðursfélaga sambandsins. Fjórir einstaklingar voru sæmdir gullmerki Íþróttasambands fatlaðra fyrir sitt framlag í þágu íþróttastarfs fatlaðra í gegnum árin. Það voru þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ, Karl Þorsteinsson formaður boccianefndar ÍF, Guðbjörg Ludvigsdóttir í fagráði ÍF og Ragnheiður Austfjörð formaður íþróttafélagsins Eikar á Akureyri.