Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Fyrirmyndarþjálfari Noregs miðlaði reynslu sinni

21.10.2016Sverre Mansaas Bleie, yfirþjálfari í handknattleik hjá Randesund Idrettslag, RIL, einum af stærstu klúbbum í Noregi, miðlaði af reynslu sinni um þjálfun karakters í gegnum íþróttir á hádegisfundi á vegum Sýnum karakter í dag. Sverre hefur meðal annars hlotið útnefninguna Fyrirmyndarþjálfari Noregs. Í erindi sínu lagði hann áherslu á hvernig þau hjá RIL vinna með að halda áhuga iðkandans á handbolta. Frá 13 – 14 ára aldri stendur krökkum í félaginu til boða að velja að æfa annað hvort með A hóp sem æfir 5 sinnum í viku eða B hóp sem æfir 2-3 sinnum í viku. Lykillinn að árangri félagsins er að gefa krökkum val og innri áhugahvöt þeirra heldur þeim lengur í íþróttum. Sverre fór einnig yfir mikilvægi þess að skapa náin persónuleg tengsl við iðkandann. Annar lykill í að viðhalda áhuga iðkanda væri að fá foreldra með, því áhugi þeirra og hvatning væri lykilatriði til þess að viðhalda áhuga iðkandans.

Fyrirlesturinn fór fram á norsku, en rætt var um efnið sem Sverre fór yfir á íslensku af og til í gegnum fyrirlesturinn. Það var góð mæting og augljóst að Íslendingar hafa áhuga á að heyra hvernig norskur þjálfari fer að því að ná jafn miklum árangri í þjálfun og Sverre hefur náð.

Bein útsending af hádegisfundinum fór fram á Facebook og er hægt að sjá hann hér.

Sýnum karakter er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ og vefsíða verkefnisins er www.synumkarakter.is

Myndir með frétt