Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
3

Norrænn fundur um fyrirtækjaíþróttir

04.10.2016

Norrænir fulltrúar sambanda um fyrirtækjaíþróttir funduðu hér á landi um liðna helgi 30. september – 1. október. Á Norðurlöndunum eru sér sambönd um fyrirtækjaíþróttir en hér á Íslandi eru þær undir Almenningsíþróttasviði ÍSÍ. Verkefnin Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna eru dæmi um þau verkefni sem höfða til fyrirtækja og ÍSÍ á og sér um. Fundurinn var haldinn á Hótel Selfossi. Á fundinum var staða almenningsíþrótta og íþrótta innan fyrirtækja rædd, hvaða verkefni væru í gangi í löndunum og kæmu vel út og hvaða verkefni væru ekki að virka. Öll Norðurlöndin áttu fulltrúa á fundinum. Fulltrúi Grænlands var sérstakur gestur á fundinum. Hver og einn fulltrúi var með kynningu um verkefni sín.

Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ hélt erindi um verkefni sviðsins. Einnig hélt Líney Rut Halldórsdóttir erindi um uppbyggingu ÍSÍ.

Fundargestir fóru í heimsókn í Tíbrá sem er félagsheimili UMF Selfoss. Þar tóku á móti þeim Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri UMFS, Bragi Bjarnason, íþróttafulltúi Árborgar og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK. Þeir fóru yfir fyrirkomulag íþróttastarfs Árborgar og hvernig hefur tekist til. Sveitafélagið Árborg býr yfir glæsilegri íþróttaaðstöðu og eru sveitarfélagið, UMFS og HSK að vinna frábært starf. Gígja Gunnarsdóttir frá Embætti landlæknis og Ólöf Kristín Sivertsen frá Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ komu og kynntu verkefnið Heilsueflandi samfélag. Fundurinn tókst mjög vel til og afar fróðlegt að sjá hvað aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera í tengslum við almenningsíþróttir. Næsti fundur verður haldin í Noregi á næsta ári.

Meðfylgjandi mynd er tekin af hópnum um helgina.