Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12

Ríó 2016 - Tæknifundur í frjálsíþróttum

10.08.2016

Tæknifundur í frjálsíþróttum fór fram fyrr í dag. Alltaf er mikil eftirvænting fyrir því hvaða árangur i kastgreinum gildir til að tryggja sér sjálfkrafa þátttökurétt í úrslitunum. Á fundinum var farið yfir helstu atriði er snúa að keppninni sjálfri og framkvæmd mótsins. Í kringlukasti karla er lágmarkið til að tryggja sig inn í úrslit 65.50m. Í spjótkasti kvenna er sambærileg vegalengd 63.00m. Ekki liggur enn fyrir í hvorum kasthópnum Ásdís og Guðni verða.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Pétur Guðmundsson þjálfara Guðna Vals og Örvar Ólafsson aðstoðarfararstjóra sem sátu tæknifundinn fyrir Íslands hönd.