Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

EM hetjunum fagnað

05.07.2016

Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu var fagnað eins og þjóðhetjum við heimkomuna til landsins í gær, eftir frábæran árangur á EM 2016 í Frakklandi. Stórkostleg stemming var í miðbæ Reykjavíkur þegar landsliðinu og föruneyti var fagnað við Arnarhól. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ tóku á móti landsliðinu við lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem liðsmenn fóru yfir í sérmerkta, opna rútu sem ók í gegnum miðbæ borgarinnar og að Arnarhóli. Mikill fólksfjöldi fylgdi rútunni frá Skólavörðustígnum og niður að Arnarhóli þar sem þúsundir landsmanna höfðu safnast saman til að hylla strákana.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tóku á móti landsliðinu á Arnarhóli

Ljósmynd: KSÍ