Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
27

Vel sóttur fyrirlestur um átröskun og líkamsímynd meðal íslensks íþróttafólks

27.04.2016

Í hádeginu fór fram kynning á niðurstöðum meistaraverkefnis í sálfræði um átröskun og líkamsímynd á meðal íslensks íþróttafólks. Fyrirlesari var Petra Lind Sigurðardóttir. 

Rannsóknin var gerð á íþróttamönnum og konum sem keppa á efsta stigi og komu þau úr 20 mismunandi íþróttagreinum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvort að munur væri á milli kynja og íþróttagreina. Spurningalistar voru lagðir fyrir íþróttafólkið sem innihélt þrjá sjálfsmatskvarða. Helstu niðurstöður voru þær að íþróttakonur í fagurfræðilegum íþróttum voru með hæsta skor í öllum flokkum, en í þyngdaraflsgreinum hjá körlum. Íþróttakonurnar skora hærra en íslenskar háskólakonur á öllum kvörðum. Þá er hátt hlutfall íþróttafólks yfir klínísku viðmiðunarskori og hærra en erlendar rannsóknir hafa sýnt í einstaka íþróttagreinum. Átröskunareinkenna gætir í öllum íþróttagreinunum en minnst í sundi og í frjálsíþróttum.

Hádegisfundinn sátu um 80 manns, hann var tekinn upp og verður hann aðgengilegur á vimeósíðu ÍSÍ innan skamms.

Myndir með frétt