Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

Gott ársþing USVH

12.04.2016

Ungmennasamband Vestur Húnvetninga hélt 75. ársþing sitt í félagsheimilinu á Hvammstanga mánudaginn 11. apríl síðastliðinn.  Þingið gekk vel fyrir sig og var vel stjórnað af þingforsetanum Guðmundi Hauki Sigurðssyni.  29 fulltrúar voru mættir til þings af 40 sem rétt áttu til setu.  Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar.  Nokkrar til viðbótar urðu svo til í umræðum þingnefnda og voru þær einnig samþykktar eftir málefnalegar umræður í þingsal.  Reimar Marteinsson var endurkjörinn formaður og Þórey Edda Elísdóttir kom ný inn í embætti ritara USVH en hún hafði verið í varastjórn sambandsins. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Þórey Edda Elísdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Guðmundur Haukur Sigurðsson þingforseti, sem m.a. gegndi embætti formanns USVH til margra ára, var sæmdur Gullmerki ÍSÍ á þinginu.  Það var Þórey Edda Elísdóttir sem afhenti Guðmundi Hauki heiðursviðurkenninguna.  Á myndinni eru þau Þórey Edda og Guðmundur Haukur.