Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Gunnar áfram formaður ÍS

03.03.2016

Þing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS) var haldið golfskála Golfklúbbs Sandgerðis miðvikudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Gunnar Jóhannesson var endurkjörinn formaður bandalagsins. Tinna Sigurbjörg Hallgrímsdóttir og Jón Ragnar Ástþórsson létu af störfum í stjórn og í þeirra stað komu Guðlaug Sigurðardóttir og Marteinn Ægisson. 
Nokkrar umræður urðu um verkefni bandalagsins. Voru fundarmenn sammála um að bandalagið beitti sér fyrir fyrirlestrum um forvarnir og eineltismál, ásamt því að stuðla að námskeiðum í skyndihjálp. Formenn aðildarfélaga greindu frá starfi sinna félaga sem er blómlegt. 

 Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi sambandsins á þinginu. 

Á myndinni má sjá nýkjörna stjórn Íþróttabandalags Suðurnesja.