Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Lært og miðlað

17.02.2016

Heilmikið er lagt uppúr fræðslu og miðlun til og meðal ungmennanna sem taka þátt í Vetrarólympíuleikum ungmenna í Lillehammer. Meðan á leikunum stendur gefst unglingunum kostur á að taka þátt í og reyna sig í ýmsum þrautum og leikjum. Í dag er svo skipulögð fræðsludagskrá á vegum alþjóða sérsambandanna sem taka þátt í leikunum. Engin keppni eða æfingar eru skipulögð á vegum mótshaldara frá hádegi og daginn á enda.

Allir viðburðir sem tengjast fræðslu og miðlun snúa að eftirtöldum sex þemum:

Ólympismi
Þátttakendur fá fræðslu um og njóta Ólympíugildanna: Að gera ávallt sitt besta, vináttu og virðingu. Einnig fá þátttakendur fræðslu um sögu og mikilvægi Ólympíuhreyfingarinnar í nútíma samfélagi

Heilbrigði og lífsstíll – hugur og sál
Þátttakendum er kennt að hámarka líkamlegan og andlegan styrk, hvort heldur er tengt íþróttum eða öðrum þáttum - án þess að komi niður á líkama og heilsu.

Hæfnismótun – þinn íþróttaferill

Fjallað er um ýmsa þætti íþróttaferils, þróun og umskipti. Kynntir eru ýmsir atvinnumöguleikar tengdir íþróttum og leiðir til að gefa af sér til íþróttanna.

Félagsleg ábyrgð – þínar gjörðir
Kynnt er fyrir þátttakendum hvernig íþróttir geta nýst í baráttunni við ýmis vandamál sem stafa að og hvernig íþróttamenn geta komið fram sem fyrirmyndir.

Menning – þín upplifun
Þátttakendur fá að upplifa norskar hefðir og menningu í Lillehammer og nánasta umhverfi.

Tjáning – þínar sögur
Þátttakendum er kennt að nota rafræna miðla skynsamlega og deila upplifun sinni með fjölskyldu, vinum og öðrum sem þeim tengjast.