Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Guðmundur Pétursson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

17.02.2016

Guðmundur Pétursson hrl., var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands 13. febrúar síðastliðinn. Guðmundur var forseti þingsins og stýrði því fumlaust og af röggsemi.  Hann hefur gegnt því embætti í áratugi en tilkynnti á þinginu að hann hygðist ekki stýra fleiri þingum KSÍ. Guðmundur sem lék knattspyrnu á sínum yngri árum, þar á meðal með landsliðinu, hefur gegnt trúnaðarstörfum í íþróttahreyfingunni í áratugi. Hann sat meðal annars í stjórn KSÍ í sex ár sem varaformaður sambandsins ásamt því að koma að starfsemi KSÍ með ýmsum hætti í gegnum árin. Guðmundur hefur setið í laganefnd ÍSÍ um langt skeið og er þar enn að störfum.

Á myndinni eru Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ og Hafsteinn Pálsson formaður Heiðursráðs ÍSÍ með Guðmundi við heiðrunina á þinginu. Stjórn og starfsfólk ÍSÍ óskar Guðmundi innilega til hamingju með heiðursviðurkenninguna.